Skólinn
Fréttir

Gangnam-styledans og hópfaðmlag í vinaviku

9.11.2012 Fréttir

Vikan sem er að líða er vinavika í Mýró. Ýmsar uppákomur hafa verið í gangi. Má þar nefna að að allir nemendur og starfsfólk tók höndum saman, myndaði hring og faðmaði skólann í tilefni af eineltisdegi. Þá hafa nemendur og kennarar mætt með furðulegar  hárgreiðslur, hatta og í skrítnum fötum. Í morgun mættu allir á sal og dönsuðu Gangnam styledans. Mjög skemmtileg tilbreyting sem allir hafa haft gaman af.