Skólinn
Fréttir

Nemendur í 5. GUG í tíma í Valhúsaskóla

6.12.2012 Fréttir

Undanfarið hafa krakkarnir verið að læra um ýmislegt sem tengist jólunum í ensku. Í dag bauð Hulda Biering enskukennari þeim til sín yfir í Való þar sem þau horfðu á myndina Þegar Trölli stal jólunum.
Krökkunum finnst svolítið spennandi að  koma í tíma í Való og finnst allt í lagi þó stólarnir og borðin séu stór.