Skólinn
Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin í Valhúsaskóla

28.2.2013 Fréttir

Nú hafa verið valdir fjórir þátttakendur úr hverjum 7. bekk til að keppa í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2013.

Undankeppnin fer fram í Valhúsaskóla, á bókasafni skólans, þriðjudaginn,

5. mars, kl. 13:15.  Þá lesa nemendurnir tólf annars vegar textabrot og hins vegar ljóð að eigin vali. Valdir verða fjórir nemendur, þrír sem taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar og einn til vara.

Lokahátíðin verður haldin í Félagsheimilinu Garðaholti, Garðabæ,  19. mars n.k.

Á lokahátíðinni munu fulltrúar fimm skóla lesa og þrír nemendur hljóta verðlaun. Skólarnir sem keppa við Valhúsaskóla eru allir í Garðabæ. Lokahátíðin verður auglýst nánar síðar.