Skólinn
Fréttir

Lestrarsprettur í Mýró

15.3.2013 Fréttir

Það er orðin fastur liður í skólastarfinu í Mýrarhúsaskóla að hafa lestrarsprett tvisvar á ári. Annan  að hausti og hinn að vori.  Vorspretturinn hófst núna sl. mánudag og mun standa fram að páskaleyfi. 

Eftir hverja bók sem börnin lesa útbúa þau laufblað, skrifa nafnið sitt og hve margar blaðsíður þau lásu, koma með á bókasafnið og hengja á lestrartréð fína sem sett var upp fyrir skömmu.

 Að sjálfsögðu er tréð hannað og smíðað innanhúss, Áslaug myndmenntakennari hannaði og Árni smíðakennari sagaði það út.

Myndirnar sýna hversu mikið börnin eru búin að lesa. Ný mynd tekin á hverjum degi.