Fréttir
Skóladót til Malaví
Nú erum við á fullu að pakka niður í kassa því dóti sem nemendur hafa safnað fyrir vinaskólann okkar.
DHL flutningaþjónusta flytur kassana til Malaví án endurgjalds, Grótta gaf fullt af íþróttafötum og Nesskip gaf peninga til kaupa á boltum og skóladóti. Krakkar í saumum í 7. bekk saumuðu 40 bakpoka sem þeir gefa vinum sínum í Malaví. Við gætum þegið meira af litum, pennum, blýöntum osfr. Kassarnir fara af stað á föstudaginn. Nemendur í 6. bekk pökkuðu niður í kassa í dag.
Hér eru myndir af Gróttufólki að gefa búninga, 7. bekkingum með bakpoka og 6. bekkingum að pakka.