Skólinn
Fréttir

Blaðaútgáfa í 5. bekk

8.4.2013 Fréttir

Á dögunum fékk hópur nemenda úr 5.LJ það verkefni að taka sér stöðu tímabundinnar ritstjórnar fréttablaðs 
5. bekkjar. Á fyrsta ritstjórnarfundi voru efnistök og uppsetning blaðsins skipulögð með hugarkorti. Því næst var verkefnum skipt bróðurlega á milli ritstjórnarmeðlima og hafist handa við að skrifa niður viðtöl, afla efnis og taka ljósmyndir fyrir blaðið.
Uppsetningin og hönnun blaðsins var meira og minna í höndum ritstjórnar en kennari hópsins, Þorleifur Örn, var þeim til halds og trausts. Blaðaútgáfan er tilraun til að að kenna íslensku með fjölbeyttum hætti ásamt því að samþætta aðrar greinar, svo sem upplýsingatækni, inn í námið. 

Óhætt er að segja að mikil ánægja hafi ríkt með þessa blaðaútgáfu meðal nemenda og mikil spenna er fyrir útgáfu næsta fréttablaðs. Ný ritstjórn verður skipuð nemendum úr 5. GIE og mun hún hafa fullt leyfi til að breyta efnistökum.


 
að vild.