Skólinn
Fréttir

Ensk heimsókn

8.4.2013 Fréttir

Nemendur í breskri menningu í Valhusaskóla tóku á móti fjölmennum hópi nemenda og kennara frá Parmiter´s school í Watford Englandi sl. föstudag. Það hefur verið samstarf á milli skólanna og nemendur verið í samskiptum í vetur og eiga sína pennavini.

Okkar nemendur voru búnir að undirbúa móttökuna og komu allir með veitingar til að bjóða uppá og kynntu sig og skólann. Það var gaman að taka á móti hópnum, 74 nemendum og 7 kennurum og var mikil og góð stemmning og voru kennarar hrifnir af móttöku okkar nemenda og enskukunnáttu!