Skólinn
Fréttir

Stærðfræðisnillingar

11.4.2013 Fréttir

Stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin í MR miðvikudaginn 13. mars eftir að hafa verið frestað vegna veðurs miðvikudaginn 6. mars.  Dagsetninguna 13. mars bar upp á sama dag og Valhýsingar tóku þátt í skólahreysti og það hafði áhrif á þann tíma sem nemendur gáfu sér í að leysa verkefnin í MR.

Grunnskóli Seltjarnarness var einn 14 skóla sem tóku þátt í keppninni en átti 44 af u.þ.b. 300 nemendum sem kepptu. 

Sunnudaginn 7. apríl voru þeir nemendur, sem höfðu staðið sig best í keppninni, boðaðir í verðlaunaafhendinu ásamt aðstandendum og kennurum. 

Niðurstöður Grunnskóla Seltjarnarness voru eftirfarandi:

8. bekkur > Sveinn Rúnar Másson hlaut 9. sæti

9. bekkur > Sveinn Þórarinsson hlaut 6. sæti

10. bekkur > Hjördís Lára Baldvinsdóttir hlaut 6. sæti

Þess má geta að Hjördís Lára tók sama kvöld þátt í Skólahreysti og náði þar 3. sæti.

Til hamingju krakkar-þið stóðuð ykkur vel!