Skólinn
Fréttir

Úrslit í spurningarkeppni

24.4.2013 Fréttir

Skólasafn Mýró stóð fyrir mjög spennandi spurningakeppni um bækur og höfunda í síðustu viku. Keppnin var í anda Útsvars og í dag réðust úrslitin. Hörð keppni var á milli 6. LBÞ og 6.KH. Bæði liðin voru vel lesin í þeim bókum og höfundum sem átti að lesa fyrir keppnina og að lokum stóðu keppendur í 6. LBÞ uppi sem sigurvegarar. Keppendur 6.LBÞ voru: Cristina, Kári, Hrund og varamenn voru Kolbrún og Stefán.


Til hamingju keppendur - þið stóðuð ykkur öll vel!