Skólinn
Fréttir

Þakkir frá vinum okkar í Malaví

21.5.2013 Fréttir

Nú eru kassarnir fjórir sem við sendum nemendum Namazizi skólans komnir á áfangastað. Gumbala skólastjóri sendi okkur bréf með myndum af nemendum með dótið. Hann segir að hlutunum hafi verið dreift meðal þeirra sem mest þurfa á að halda, íþróttalið skólans fékk búninga og bolta, en hluti varningsins verður notaður sem verðlaun til nemenda sem standa sig vel  í skólanum. 
Við viljum aftur þakka öllum nemendum sem komu með skóladót að heiman, 7. bekkingum sem saumuðu bakpoka og gáfu, Nesskip sem veitti okkur peningastyrk og  DHL sem fluttu kassana endurgjaldslaust til Malaví.