Dönskuvalið í Danmerkurferð
Dönskuvalið fór í námsferð til Danmerkur ásamt Erlu og Svölu dönskukennurum. Hópurinn heimsótti Hornsletskóla í Hornslet á Jótlandi og gistu íslensku nemarnir hjá þeim dönsku.
Íslensku nemarnir héldu kynningu fyrir danska bekkinn um íslenska tónlistarmenn, félagslífið í Valhúsaskóla og í Selinu, helgidaga og hátíðir ásamt bæjarhátíðum. Farið var í heimsókn í idrætshøjskolen i Århus, ratleik í den Gamle by og Rosenholmhöll skoðuð. Ferðin var í allastaði vel heppnuð og voru íslensku nemarnir okkur til mikils sóma.
Hér eru margar myndir úr ferðinni