Fréttir
Góð gjöf
Í tilefni alþjóðadags læsis og skólasafna komu Þórir S. Guðbergsson og kona hans Rúna Gísladóttir og færðu skólanum að gjöf bókina Tóta tíkarspeni fyrir alla nemendur 1. bekkjar.
Bókin kom fyrst út fyrir 35 árum í tilefni af alþjóðaári barna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þórir er höfundur bókarinnar og tveir synir þeirra myndskreyttu hana. Með þessu vonast þau til að auðga ímyndunarafl barnanna og sköpunargleði, en einnig hvetja nemendur til að lesa meira og að þeir heimsæki bókasöfn sér til ánægju. Við þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hlýhug til skólans.