Skólinn
Fréttir

Stafrófið í 3. bekk

13.9.2013 Fréttir

Krakkarnir í 3. bekk hafa verið að vinna með stafrófið síðustu daga. Í hringekjuvinnu var ein stöðin að raða upp stafrófinu og nota svo stafina úr stafrófinu í það að búa til orð.

Ekki mátti fá fleiri stafi en þá sem skipa stafrófið. Verkefnið gekk vel og allir voru virkir og áhugasamir.