Skólinn
Fréttir

3. LAS á Valhúsahæð

24.9.2013 Fréttir

Við í 3. LAS fórum upp á Valhúsahæð í dag í tilefni af degi íslenskrar náttúru, sem var 16. september.

Við skoðuðum nokkur fjöll sem við sáum frá hæðinni, stríðsminjar, skoðuðum tröll (andlit á steinunum!), tíndum krækiber og skoðuðum jökulrendur sem finna má á hæðinni. Að lokum var tími til að leika sér í dásamlegu veðri.