Fréttir
Ella umferðartröll heimsækir Mýrarhúsaskóla
Í morgun fengu nemendur í 1. og 2. bekk að sjá leiksýninguna um Ellu umferðartröll sem kann ekki umferðarreglurnar.
Um er að ræða leiksýningu sem hefur fengið vottun Samgöngustofu og fjallar um Ellu tröllastelpu sem kann ekki umferðarreglurnar. Ella kynnist stáknum Benna og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum í umferðinni. Þegar fylgst er með uppátækjum Ellu og Benna kynnast börnin umferðarreglunum á skemmtilegan og fræðandi hátt.
Öll börn sem sjá sýninguna fá endurskinsmerki að gjöf og umferðargátlista sem þau skoða með foreldrum þegar heim er komið.
Hér til hliðar og á heimasíðu verkefnisins, ellaumferdartroll.is