Skólinn
Fréttir

Haustferð 9. bekkinga

2.10.2013 Fréttir

9. bekkur fór í hina árlegu haustferð dagana 26. og 27. september.Lagt var af stað frá skólanum á fimmtudagsmorgni og ekið inn í Hvalfjarðarbotn.  

 Nemendur gengu í gegnum Skessuhelli og niður að Botnsá þar sem þeir nutu náttúrufegurðar og fallegra haustlita. Þaðan var ekið að Þyrilsnesi, gengið umhverfis nesið og skoðaðar minjar frá síðari heimsstyrjöldinni.

Síðan var dvalið í góðu yfirlæti að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.

Á föstudeginum var grill í boði Selsins í skemmtilegum garði Skógræktar Akraness og áður en heim var haldið var komið við í sundlauginni á Akranesi.

Ferðin var einstaklega vel heppnuð eins og meðfylgjandi myndir bera vott um.

HÉR ER FJÖLDI MYNDA ÚR FERÐINNI