Skólinn
Fréttir

Forvarnardagurinn 2013

10.10.2013 Fréttir

Á hverju ári tekur 9. bekkur þátt í Forvarnardeginum. Að þessu sinni var hann 9.október og komu allir 9.bekkingar saman á bókasafni skólans, hlustuðu á ávarp forseta Íslands á netinu og horfðu á  myndband sem forsvarsaðilar Forvarnardagsins standa að.


 Að því loknu talaði Margrét í Selinu við krakkana og sýndi þeim niðurstöður kannananna um reykingar og áfengisnotkun unglinga undanfarinna ára.  Þar sáu krakkarnir að allt það góða forvarnarstarf, sem unnið er á Nesinu, skilar sér. Að því búnu settust nemendur saman í hópa og ræddu ýmislegt svo sem hvernig þeir vilja verja tíma með fjölskyldunni, áhrif íþrótta- og æskulýðsstarfs og fleira. Nemendur kynntu að lokum niðurstöður sínar. Ásgerður bæjarstjóri kíkti í heimssókn og ávarpaði krakkana.  9. bekkur stóð sig vel og kom með margar góðar hugmyndir að bættu samfélagi.