Fréttir

Myndmennt og Menningarhátíð á Seltjarnarnesi
Nokkrir nemendur í Valhúsaskóla í valgreinunum myndmennt og stíl og tísku tóku þátt í nýafstaðinni Menningarviku.
Voru þeir þar í jákvæðu samstarfi við eldri borgara úr félagsstarfi aldraðra á Nesinu.
Í sundlauginni getur enn að líta afrakstur þeirra sem voru undir stjórn Siggu Heimis bæjarlistamanns.
Táknmyndir í undirgöngunum milli bakarís og Eiðistorgs standa svo vonandi fram eftir vetri.
Þau voru unnin undir stjórn listamannanna Karlottu Blöndal og Hildigunnar Birgisdóttur.

