Skólinn
Fréttir

Myndmennt og Menningarhátíð á Seltjarnarnesi

16.10.2013 Fréttir

Nokkrir nemendur í Valhúsaskóla í valgreinunum  myndmennt og stíl og tísku tóku þátt í nýafstaðinni Menningarviku.

Voru þeir þar í jákvæðu samstarfi við eldri borgara úr félagsstarfi aldraðra á Nesinu.    
Í sundlauginni getur enn að líta afrakstur þeirra sem voru undir stjórn Siggu Heimis bæjarlistamanns.
Táknmyndir í undirgöngunum milli bakarís og Eiðistorgs standa svo vonandi fram eftir vetri.
Þau voru unnin undir stjórn listamannanna Karlottu Blöndal og Hildigunnar Birgisdóttur.