Skólinn
Fréttir

Efnafræðival

22.10.2013 Fréttir

Nemendur í 9. og 10. bekk  geta farið í efnafræði í vali. Í áfanganum er áhersla lögð á tilraunir og verklega kennslu og viðfangsefnin eru fjölbreytt. Nemendur hafa t.d. rannsakað suðumark mismunandi vökva, hreyfingu sameinda og lit frumefna við brennslu með svokölluðu logaprófi. 
Þá þykir alltaf gaman að búa til reykbombu og hið dularfulla efni Ooblek sem hegðar sér ýmist sem fast efni eða vökvi.

HÉR ER VÍDEÓ