Skólinn
Fréttir

Lokaverkefni nemenda í þemanámi í 9. bekk í Valhúsaskóla vorið 2013

23.10.2013 Fréttir

Á vordögum var foreldrum, forráðamönnum og öðrum gestum boðið á sýningu á lokaverkefnum nemenda í þáverandi 9. bekk í þemanámi. Í þemanáminu er verið að samþætta kennslu í náttúrufræði og samfélagsfræði og viðfangsefnin eru margvísleg. Yfirskrift sýningarinnar í vor var "Íslensk náttúra" og sýningarefnið var fjölbreytt. Mikið fjölmenni var á sýningunni sem hófst á munnlegum kynningum nemendahópanna þar sem viðfangsefnið og verkferlið var kynnt. Síðan var gestum boðið að skoða afrakstur rannsóknarvinnu nemenda í Miðgarði.