Skólinn
Fréttir
jol1

Jól í skókassa  er byrjað á ný

30.10.2013 Fréttir

Líkt og undanfarin ár tekur skólinn þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Það felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem eru settar í skókassa. 

Nemendur í 2.-6. bekk Mýrarhúsaskóla fengu kynningu á verkefninu í vikunni og fylgdust mjög vel með. Í fyrra söfnuðust 183 jólagjafir. Spennandi verður að fylgjast með í næstu viku hve mörgum skókössum við söfnum í ár. Síðasti skiladagur í skólanum er miðvikudaginn 6. nóvember.

Nánari upplýsingar og myndir frá afhendingu gjafanna má nálgast á: www.skokassar.net

Bréf um verkefnið var sent til foreldra í gegnum Mentor í síðustu viku.