Skólinn
Fréttir

Dagur íslenskrar tungu í Valhúsaskóla

18.11.2013 Fréttir

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert hinn 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. 

Þar sem daginn bar upp á laugardag í ár var tekið forskot á sæluna og dagurinn haldinn hátíðlegur s.l. föstudag.

 Allir árgangar spreyttu sig á vísnagátum í íslenskutímum.

Nemendur voru almennt mjög ánægðir með þessa tilbreytingu.  Yngri bekkirnir unnu veggspjöld en 10. bekkingar vildu frekar fá sem flestar gátur til að glíma við.

 

Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu.  Keppnin var kynnt fyrir 7. bekkingum í dag og nemendum afhent kynningarhefti skólans.  Lokahátíðin verður haldin í lok mars í Garðabæ.