Skólinn
Fréttir

Laufabrauð í Mýró

25.11.2013 Fréttir

Næstkomandi laugardag er komið að hinni árlegu aðventustund sem foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness stendur fyrir.  Þar verður hægt að kaupa laufabrauð til að skera út og steikja á meðan barnabókahöfundar kynna bækur sínar og kórarnir gleðja okkur með söng. Aðventustundin er milli 10 og 13 í sal Mýrarhúsakóla. Þetta er opinn viðburður og eru allir velkomnir!