Fréttir
Skipulag í des. í Mýró
Fimmtudaginn 19. des.og föstudaginn 20. des. verður skólahald sem hér segir:
19. des. mæta nemendur í skólann kl. 9:00 – 12:30. Litlu jólin verða haldin í stofunum og
farið verður í heimsókn í Seltjarnarneskirkju þar sem 4. bekkingar sýna helgileik. Íþróttir
og list- og verkgreinar falla niður þennan dag. Nemendur mega koma með smákökur og
½ l. af gosi. Við viljum minna á að nokkur börn í skólanum eru með hnetuofnæmi og af
tillitsemi við þau biðjum við um að nestið innihaldi ekki hnetur.
Skjólið verður opið frá kl. 12:30 fyrir þá sem eiga þar pláss.
20. des. verða jólaskemmtanir í sal skólans. Nemendur mæta spariklæddir í sína stofu og
hitta kennara sinn þar. Þeir eru aðeins á skemmtun hjá sínum bekk. Skjólið verður lokað
þennan dag.
Föstudaginn 20. des. - Jólaskemmtanir
9:15 -10:30: 1-FR, 1-HG, 2-KL, 3-GUG, 4-TRG, 5-HGO, 5-KH og 6-LK
10:45 – 12:00: 1-AME, 2-SIJ, 2-MKJ, 3-HEB, 3-LAS, 4-LBR, 5-LBÞ og 6-GIE
Kennsla hefst að nýju mánudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.
Með jólakveðju
Stjórnendur