Skólinn
Fréttir

Rithöfundaheimsókn í 5. bekk

17.2.2014 Fréttir

Krakkarnir í 5. bekk fengu frábæra heimsókn í morgun en þá kom Inga Björg Stefánsdóttir, barnabókarithöfundur og tónmenntakennari, í heimsókn. Krakkarnir hafa verið að vinna í ritunarlotu og er henni nú að ljúka með smásagnakeppni.
 Inga Björg kom því og sagði þeim frá ferlinu frá hugmynd til útgáfu bókar með sérstaka áherslu á yfirlestur og lagfæringar. Hún las einnig fyrir þau úr bókum sínum, Dimmuborgum og Undirborgum, og kynnti þau fyrir persónunum. Krakkarnir höfðu mjög gaman af heimsókninni og í hópnum leynast örugglega nokkrir framtíðarrithöfundar.