Skólinn
Fréttir

Heimsókn í vísindasmiðju H.Í.

28.2.2014 Fréttir

Allir nemendur í 7. – 10. bekk Valhúsaskóla hafa nú í febrúarmánuði heimsótt Vísindasmiðju Háskóla 
Íslands með stærðfræðikennurum sínum.

Í Vísindasmiðju Háskóla Íslands kynnast nemendur raun- og náttúruvísindum með gagnvirkum og 
lifandi hætti en markmið smiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á undrum vísindanna og styðja 
framþróun í kennslu náttúru- og raunvísinda.