
Árleg fiskréttakeppni í Való
Dagana 13. og 17. mars 2014 var haldin fiskréttakeppni í Valhúsaskóla, fimmtaárið í röð.Nemendur sem hafa heimilisfræði sem valgrein tóku þátt í keppninni og sýndu þau snilldartilþrif, mikinn metnað og áhuga.
Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða en hana skipuðu þau Jói kokkur, Svala, Ólína ritari og Móa.
Sigurréttinn í keppninni átti Júlíanna Vágseið Ström 9BDM. Í öðru sæti voru Davíð Ýmir Bjarnason 10 ÓGS og Magnús Ingi Sveinsson 8BÁ . Sérstök viðurkenning var veitt fyrir frumlegasta réttinn en það voru þeir Vlado Glusica 8 BÁ og Sindri Már Friðriksson 9 SH.