Skólinn
Fréttir

Bakkatjörn

6.5.2014 Fréttir

Nemendur í Valhúsaskóla fengu tækifæri til þess að njóta veðurblíðunnar í gær þegar gengið var út að Bakkatjörn í náttúrufræðitíma og efnafræðivali. Nemendur tóku vatnssýni úr tjörninni, til þess að skoða í smásjá síðar, og mældu hitastig og sýrustig Bakkatjarnar og sjávarins. 

Fleiri myndir úr ferðinni eru í myndasafni skólans.