Fréttir
Valið í dönsku
Í vetur hafa nemendurnir í valhópnum í dönsku unnið verkefnið „Vores fælles sprog“ með
dönskum nemendum í Elverdamskolen í Tølløse. Nemendum var skipt í hópa og grunnurinn
að verkefnunum var lagður í gegnum Skype og Facebook.
Verkefnin voru fjölbreytt, m.a. skiptust nemendur á mataruppskriftum, bjuggu til vídeó af matreiðslu, báru saman íslenska og danska málshætti, kynntu landið sitt og báru saman skáldsögur. Verkefnið fékk styrk frá Nord Plus Junior og gátu því hóparnir heimsótt hvor annan. Í byrjun apríl komu Danirnir til Íslands þar sem þeir gistu flestir hjá íslenskum fjölskyldum og í lok apríl fór valhópurinn í 6
daga vel heppnaða ferð til Danmerkur.
Í myndasafninu okkar er fjöldi mynda úr ferðinni.