Skólinn
Fréttir

Jafnréttisviðurkenning

19.5.2014 Fréttir

Grunnskóli Seltjarnarness hlaut á dögunum jafréttisviðurkenningu bæjarins. Jafnréttisviðurkenninguna hlutu einnig Tónlistarskóli bæjarins og Bókasafn.

Grunnskóli Seltjarnarness hefur unnið Jafnréttis- og mannréttindastefnu fyrir skólann sem tekur annars vegar til nemenda og hins vegar til starfsfólks. Þessi stefna var kynnt á vordögum 2012. Jafnréttis- og mannréttindastefnan byggir m.a. á jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar. Með stefnunni uppfyllir skólinn 18. grein jafnréttislaga um að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.