Skólinn
Fréttir

Göngum í skólann í Mýrarhúsaskóla

18.9.2014 Fréttir

Þátttaka í verkefninu ,,Göngum í skólann” hefur verið mjög góð. Flest allir nemendur koma gangandi, hjólandi,  á hlaupahjólum eða línuskautum. Það er ánægjulegt að sjá að mjög margir foreldrar ganga eða hjóla með börnum sínum og vinir og nágrannar eru samferða. 

Við höldum áfram með talningu fram á fimmtudag í næstu viku.  En á mánudag kemur í ljós hver eða hverjir hljóta GULLSKÓINN, SILFURSKÓINN eða BRONSSKÓINN. Að auki keppa árgangarnir um GRÆNA SKÓINN sem eru ný verðlaun til þess árgangs sem nær bestum árangir sameiginlega. Allir bekkir fá viðurkenningu fyrir þátttökuna. Hér koma nokkrar myndir af nemendum þegar þeir voru að koma í skólann í morgun.

Margar myndir af nemendum að ganga og hjóla í skólann eru í myndasafninu okkar