Skólinn
Fréttir

Skólahlaup Valhúsaskóla

22.9.2014 Fréttir

Miðvikudaginn 1. okt. kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið. 

Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins. 

Ávalt hefur skapast skemmtileg stemning í skólanum þegar haldin hafa verið skólahlaup. Vonumst við til þess að svo verði einnig í ár og að allir mæti með bros á vör.

Íþróttakennarar leggja ríka áherslu á það að hver og einn nemandi fari í hlaupið á sínum forsendum.

Þó svo að veittar verði viðurkenningar fyrir hraðskreiðustu hlaupagarpana, er aðal markmið skólahlaupsins  að hver nemandi fái að njóta hollrar og góðrar hreyfingar og útivistar í góðra vina hópi skólafélaga og starfsfólks.  Við upphaf  hlaupsins fer fram upphitun á gervigrasvelli.  Þar eru nemendur með bestu tímana frá því árinu á undan, þ.e.a.s. á tímatökuprófum,  kallaðir upp og klæddir í gular treyjur eins og tíðkast í frönsku hjólreiðakeppninni Tour de France. Að venju verða kennarar á leiðinni með sjúkratösku ef einhverjir  nemendur meiðast og eins á gervigrasi þar sem kennarar taka vel á móti hlaupagörpunum og aðstoða við teygjuæfingar.

Eftir hlaupið eiga nemendur að skrá nafn sitt á mætingalista þar sem drykkir og orkustangir verða afhent hlaupagörpum fyrir dugnaðinn.

Nemendur fá allar nánari upplýsingar frá  íþróttakennurum og umsjónakennurum fyrir hlaupið.

 

Gera má ráð fyrir að  ansi þröngt verði á þingi í búningsherbergjum í íþróttamiðstöð eftir hlaupið.  Þeir nemendur sem búa nálægt skólanum mættu því gjarnan fara heim í sturtu. Mötuneytið er svo opið eins og venjulega fyrir svanga hlaupagarpa, en þeir sem vilja snæða heima eftir sturtu mega gera það. Ráðgert er að hefja kennslu aftur kl.10.30 en gert verður hlé á kennslu um hádegisbilið þar sem  veittar verða viðurkenningar fyrir bestu afrekin í hverjum árgangi fyrir sig.

 

Mikilvægt er að forráðamaður láti skólann vita ef nemandi getur ekki tekið þátt í hlaupinu af einhverri ástæðu!!!! Nemendur sem ekki geta hlaupið en treysta sér til að hjóla eða línuskauta, verða að ræða við íþróttakennara og fá leyfi til þess fyrirfram (ekki á Skólahlaupsdegi).

 

Kær kveðja frá

 

Mettu, Sissa, Björgvini og Ragnari

íþróttakennurum Valhúsaskóla