Skólinn
Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin-undankeppni

18.2.2015 Fréttir

Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2015 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 17. febrúar. 

Níu nemendur í 7. bekk lásu upp og stóðu sig allir með prýði.  Þeir fengu bókina Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur að gjöf frá skólanum fyrir þátttökuna.

 

Tveir  nemendur voru valdir til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla. 

Þeir eru:  Katrín Helga Sigurbergsdóttir 7SF og Ólafur Marel Árnason 7SF.  Auk þess var Arnþór Páll Hafsteinsson 7RMÓ valinn sem varamaður. 

Við óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni og öllum nemendum sem tóku þátt til hamingju með frammistöðuna.

 

Lokahátíðin fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness,18. mars n.k.