Skólinn
Fréttir

Heilræði um samskipti

20.3.2015 Fréttir

Á undanförnum árum hefur það aukist að foreldrahópar eigi samskipti í gegn um samfélagsmiðla og er það jákvæð þróun, sem getur aukið og bætt samskipti foreldra og foreldrastarfið. Mikilvægt er að þau samskipti séu uppbyggileg og stuðli að betra samstarfi um velferð barnanna í samstarfi við skólann. Jákvæð samskipti stuðla að góðu samstarfi, góðum skólabrag og góðu skólastarfi. 
  
Með fylgjandi eru nokkur heilræði frá Barnaheillum- Save the Children á Íslandi um jákvæð samskipti, jafn á neti sem og í daglegu starfi. 
Foreldrafélög eða foreldrar einstakra bekkjadeilda geta nýtt heilræðin fyrir samfélagssíður sínar, bæði texta og mynd. 
  
Gott samstarf og samvinna foreldra og skóla er ein forsenda velferðar barna. Gagnkvæm virðing foreldra og starfsfólks skóla er mikilvæg, svo og samstarf og góð samskipti foreldra innbyrðis. Afstaða skólans til foreldra og foreldra til skólans, annarra barna og foreldra þeirra endurspeglast í barnahópnum. Foreldrar geta lagt mikið af mörkum til að styðja samfélag barnanna og hvetja börnin til jákvæðra samskipta við alla í hópnum.   
  
  
Margrét Júlía Rafnsdóttir 
Verkefnastjóri innlendra verkefna/ Project Coordinator 
Barnaheill - Save the Children á Íslandi 
Háaleitisbraut 13 | 108 Reykjavík 
Sími: 553 5900 | 8634607 
www.barnaheill.is  Facebook 
  
  
Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem vinna að réttindum og velferð barna í 120 löndum með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Á Íslandi snúa helstu verkefni að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi, barnafátækt, fræðslu og forvörnum. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum að réttindum þeirra.