Fréttir
Skólahreysti-Való í sjónvarpinu miðv.d. 24.3.
Við unnum okkar riðil 5. mars í Mýrinni Garðabæ. Það á að sýna þáttinn á RUV nk. miðvikudag kl. 20.05. Í þættinum verður sýnt frá þremur riðlum, við erum í miðjunni :-) Okkar krakkar komust þrisvar sinnum í viðtal þar sem þau unnu þrjár þrautir. Katrín Viktoría Hjartardóttir og Markús Ingi Hauksson unnu hraðaþrautina og Bjarni Geir H. Halldórsson sigraði bæði í dýfum og upphýfingum ;-) Í liðinu okkur eru auk þeirra þriggja Karen Hilma Jónsdóttir, Þóra Lucrezia Bettaglio og Sindri Már Friðriksson.