Skólinn
Fréttir

6. bekkur og Íslendingasögurnar

17.4.2015 Fréttir

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk lesið og unnið með Íslendingasöguna Njálu. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og höfðu gaman af sögunni. Í tengslum við lesturinn unnu nemendur ýmis verkefni, s.s. hugtakakort, útdrætti, leikþætti og facebook stöður persónanna. Að lokum unnu þau hópverkefni um persónur Njálu og má nú sjá Njál, Bergþóru, Gunnar, Hallgerði og Kára prýða veggi skólans.