Skólinn
Fréttir
Mynd 1 af 2
1 2

Gengið í skólann í Mýró

27.4.2015 Fréttir

Miðvikudaginn 29. apríl, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til föstudagsins 15. maí.

Markmið verkefnisins er að:

           hvetja til aukinnar hreyfingar

·         auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann

·         fræða nemendur um ávinning reglulegrar hreyfingar

·         minnka bílaumferð í nágrenni grunnskóla

 

Við hvetjum foreldra til að fylgja yngstu börnunum, gangandi eða hjólandi og nota þá tækifærið og kenna þeim öruggustu leiðina í skólann. 11. maí koma félagar í Slysavarnarfélaginu  Vörðunni og bjóða fram aðstoð við að stilla hjólahjálmana. Allir bekkir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og þær bekkjardeildir sem ná bestum árangri fá gull-, silfur- eða bronsskóinn. Sá árgangur sem nær besta árangrinum fær svo Græna skóinn.