Skólinn
Fréttir

Skólahlaup Valhúsaskóla 2015 - úrslit

1.10.2015 Fréttir

Skólahlaup Valhúsaskóla fór fram síðastliðinn miðvikudag, 30. september. Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir þetta skólaárið en nemendur og starfsfólk Valhúsaskóla létu það aldeilis ekki á sig fá. 

Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og lögðu sig fram.  Eins og áður hefur komið fram er aðalmarkmið hlaupsins að nemendur njóti útivistar og fái holla hreyfingu. Framkvæmd hlaupsins gekk vel og tók allt starfsfólk skólans þátt í að aðstoða íþróttakennarana. Lögreglan  mætti á svæðið og stýrði umferð í upphafi hlaups J

Eftir hlaup var nemendum boðið upp á hressingu á gervigrasvellinum og áhersla lögð á teygjuæfingar.  Hressingin var í boði Innnes og Ölgerðarinnar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.  Íþróttakennarar munu færa árangur nemenda við fyrsta tækifæri í verkefnabók í Mentor.

Hjartans þakkir fyrir velheppnað skólahlaup og fallega framkomu Valhýsingar!!!

Bestu kveðjur

Metta og Stefán Andri

 

Mettímar frá upphafi  : Ólöf Andrésdóttir 13,23 og Kári Steinn Karlsson 10,37.

 

Hlaupadrottning Valhúsaskóla 2015: Berta Sóley Sigtryggsdóttir - 10 SF á 14,44.

Hlaupakóngur Valhúsaskóla 2015: Orri Heiðarsson - 10 ÓGS á 11,27.

 

 

 

 


 Hér má sjá verðlaunahafa eftir bekkjum:

 7. bekkur

Stelpur

1.sæti  María Lovísa 7.HB 15,00
2.sæti  Margrét Rán 7.EL 15,35
3.sæti  Edda 7.EL 15,41

 

Strákar

1.sæti  Ómar 7.KLV 13,34
2.sæti  Eðvald Þór 7.EL 13,37
3.sæti  Hannes 7.EL 13,51

 

8. bekkur

Stelpur

1.sæti  Anja 8.RMÓ 16,20
2.sæti  Ásta 8.RMÓ 16,25
3.sæti  Helga 8.RMÓ 17,17

 

Strákar

1.sæti  Gunnar Hrafn 8.HDB 12,48
2.sæti  Sindri Freyr 8.RMÓ 12,56
3.sæti  Bjarki 8.HDB 13,40

 

9.bekkur

Stelpur

1.sæti  Ólöf 9.BDM 15,46
2.sæti  Solveig 9.BDM 16,09
3.sæti  Marta 9.ÞHM 16,14

 

Strákar

1.sæti  Arnar Óli 9.ÞHM 12,39
2.sæti  Stefán 9.BDM 13,12
3.sæti  Jóhann Ingi 9.BDM 13,14

 

10. bekkur

Stelpur

1.sæti  Berta Sóley 10.SF 14,44
2.sæti  Hanna Guðrún 10.SF 14,55
3.sæti  Helga Guðrún 10.ÓGS 16,35

 

Strákar

1.sæti  Orri 10.ÓGS 11,27
2.sæti  Nökkvi 10.BÁ 12,45
3.sæti  Gunnar Sveinn 10.ÓGS 12,55