Skólinn
Fréttir

Jól í skókassa

20.10.2015 Fréttir

Líkt og undanfarin ár tekur skólinn þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Það felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa  þeim jólagjafir sem eru settar í skókassa. 
Hægt er að fá tóma skókassa í skólanum og eru þeir við útgöngudyr skólans á tveim stöðum meðan birgðir endast. Í fyrra söfnuðust 111 jólagjafir. Spennandi verður að fylgjast með hve mörgum skókössum við söfnum í ár. Síðasti skiladagur í skólanum er fimmtudagurinn 12.nóvÞetta er kjörið verkefni fyrir fjölskylduna að vinna saman, vinahópa og bekkjarkvöld og fleiri.
Nánari upplýsingar og myndir frá afhendingu gjafanna má nálgast á: www.kfum.is/skokassar
Bréf um verkefnið verður sent til foreldra í gegnum Mentor.