Skólinn
Fréttir

Umræðu- og fræðslufundur um nýtt námsmat

4.11.2015 Fréttir

Viltu vita meira um nýja námsmatið í grunnskólum? SAMFOK standa fyrir umræðu- og fræðslufundi um nýtt námsmat þar sem gestum gefst tækifæri til að hlýða á erindi, bera upp fyrirspurnir og taka þátt í umræðum. 

Við hvetjum foreldra grunnskólabarna og nemendur í elstu bekkjum grunnskóla til að mæta. Fundarstjóri er Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands.

Dagskrá:

Ávarp: Birgitta Bára Hassenstein, formaður SAMFOK
Erindi: Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun
Jón Pétur Zimsen og Linda Heiðarsdóttir, skólastjórnendur í Réttarholtsskóla
Brynja Sveinsdóttir og Snorri Marteinn Sigurðarson, nemendur í Ingunnarskóla

Kaffihlé og pallborðsumræður. Í pallborði sitja:

Anna Steinunn Valdimarsdóttir, kennari í Laugalækjarskóla
Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu SFS
Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar
Hjalti Jón Sveinsson, formaður félags skólameistara í framhaldsskólum
Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla
Brynja Sveinsdóttir og
Snorri Marteinn Sigurðarson, nemendur í Ingunnarskóla

Sjá nánar hér