Skólinn
Fréttir

Skáld í skólum

6.11.2015 Fréttir

Í vikunni heimsóttu okkur fjögur skáld. Þau eru Kristjana Friðbjörnsdóttir, Ævar Þór Benediksson, Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason. 

Kristjana og Ævar heimsóttu 3. og 4. bekk. Þau sögðu frá og lásu upp úr bókum sínum og fjölluðu um hvernig er að laumast til að lesa.
Arndís og Gunnar nefndu fyrirlestur sinn Lífið er lífshættulegt.  Þau lásu úr bókum sínum  fyrir 5. og 6. bekk og töluðu um hvernig það er  að vera rithöfundur.
Krakkarnir voru öll mjög áhugasamir  og spurðu margra spurninga. Takk fyrir komuna.