Fréttir
Töskusala á foreldradegi
Nemendur í 6. og 7. bekk í Textílmennt, ásamt nemendum í vali í Saumum og hönnun hafa hannað og saumað innkaupatöskur sem við ætlum að vera með til sölu í skólanum þann 18. nóvember, þegar nemendaviðtöl fara fram.Allur ágóði af sölunni mun renna til flóttamannahjálpar.
Með þessu verkefni viljum við:
· Sýna samkennd og gefa af okkur til að hjálpa öðrum.
· Minnka plastpokanotkun.
· Nýta og endurnýta efnisbúta og afgangsefni.
Töskurnar verða sem sé til sölu í skólanum þennan dag . Þeir sem hyggjast fjárfesta í einni slíkri þurfa að hafa með sér 2.000 kr.