Skólinn
Fréttir

Dagur íslenskrar tungu í Mýró

17.11.2015 Fréttir

Í gær var Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Mýrarhúsaskóla. 
Tvær skemmtanir voru haldnar á sal, þar sem nemendur fluttu ýmis atriði.
Skemmtunin hófst með því að allir sungu saman Kvæðið um fuglana, síðan komu 1. bekkingar með stafakórónur og sungu Stafrófsvísur Þórarins Eldjárn. Nemendur í 5. bekk fluttu Borðsálm eftir Jónas með miklum tilþrifum og 3. bekkingar fluttu leikþátt um ævi Jónasar Hallgrímssonar. Sérstakir gestir á sýningunum voru elstu nemendur leikskólans.