Skólinn
Fréttir

3. bekkur fær heimsókn

25.11.2015 Fréttir

Í morgun komu slökkviliðsmenn í skólann til að fræða 3. bekkinga um eldvarnir. Krakkarnir lærðu ýmis viðbrögð við eldsvoða og skoðuðu sjúkrabíl. Þá fengu allir  bækling til að sýna heima og allir fengu vasaljós að gjöf.

Takk fyrir komuna slökkviliðsmenn!