Skólinn
Fréttir

Góður og hollur skólamatur

11.12.2015 Fréttir

Bertha María Ársælsdóttir matvælafræðingur vann nýlega úttekt á matseðlum og framreiðslu máltíða í skólanum. 

Þar segir að samsetning matseðla og framleiðsla matar er til fyrirmyndar og í samræmi við útgefin viðmið Embættis landlæknis. Niðurstaða úttektarinnar er sú að það hljóti að vera vandfundinn betri skólamatur og þótt smekkur manna geti að sjálfsögðu verið misjafn þá eru gæði matarins til fyrirmyndar.