Fréttir
Lestrarátak Ævars vísindamanns
Í janúar hófst í annað sinn lestrarátak Ævars vísindamanns. Átakið er hugsað fyrir 1. til 7. bekk og virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þau út lestrarmiða og einhver fullorðinn kvittar fyrir.
Í janúar hófst í annað sinn lestrarátak Ævars vísindamanns. Átakið er hugsað fyrir 1. til 7. bekk og virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þau út lestrarmiða og einhver fullorðinn kvittar fyrir.
Átakinu lýkur 1. mars og nöfn fimm barna verða dregin út. Í verðlaun fá þau að verða persónur í nýrri bók sem Ævar er að skrifa.
Á bókasafninu er búið að setja upp kassa fyrir miðana. Þar er hægt að fá lestrarmiða.