Skólinn
Fréttir

Dagur stærðfræðinnar 5. febrúar

5.2.2016 Fréttir

Í tilefni af degi stærðfræðinnar, 5. febrúar, útbjuggu nemendur í 6. bekk stærðfræðiþrautir og eru þær á veggnum á ganginum á efstu hæð Mýrarhúsaskóla. Þarna eru virkilega áhugaverðar þrautir og hafa börnin sjálft verið að spreyta sig á þeim og vonandi gera foreldrarnir slíkt hið sama þegar þeir koma í skólann á foreldradaginn.