Skólinn
Fréttir

Örugg netnotkun í 4. bekk

22.2.2016 Fréttir

Fræðslufundur um örugga netnotkun barna var haldinn 17. febrúar sl. Á fundinn var boðið öllum 4. bekkingum og foreldrum þeirra. 

Hafþór Birgisson fræðslufulltrúi Saft fjallaði um internetið sem upplýsingaveitu og gott tæki til samskipta, en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir alla að þekkja. 
Við viljum benda þeim foreldrum sem ekki komust á vefinn saft.is

Á þessum vef er að finna heilræði fyrir foreldra og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna.