Skólinn
Fréttir

Leikskólabörn í heimsókn

1.3.2016 Fréttir

Í dag komu væntanlegir 1. bekkingar í heimsókn í skólann. Fyrsti viðkomustaður var tónmenntin er þar voru 4. bekkingar að æfa fyrir sýningu. Næst hittu þeir  skólastjórann og komu svo við í nokkrum bekkjum til að skoða starfið og hitta systkini og vini. Það er alltaf gaman að hittast aftur, ekki síst fyrir kennarana að sjá hvað fyrrum nemendur þeirra hafa stækkað og þroskast.