Skólinn
Fréttir

Bókakynning í 5. bekk

10.3.2016 Fréttir

Katrín Anna og Lilja Hrund voru með bókakynningu fyrir nemendur í 5.LBÞ. Þær lásu bókina Rökkuhæðir rústirnar, bók nr. 7 Þær voru hrifnar af bókinni og mæla með þessum bókaflokki. 

Þær mæla með að fleiri en einn lesi sömu bók því þá er hægt að spjalla um bókina. Lesturinn verður skemmtilegri.

Bókinn heitir :  RÖKKUR HÆÐIR RÚSTIRNAR

Um hvað er bókin:

RÖKKUR HÆÐIR er spennandi saga  sem fjallar um  stelpu sem heitir Anna Þóra. Anna Þóra er 14 ára,  æfir handbolta og dans. Þegar Anna Þóra er á leiðinni heim kemur stelpa og bíður Önnu Þóru upp á samning sem varla er hægt að hafna. Svo fara hræðilegir hlutir að gerast og Anna Þóra er viss um  að stelpa eigi sök á þeim. Þá er orðið of seint að hætta  við.